Samband English

LÚR 22. til 25. júní

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 25. júní 2017

Staður: Edinborgahúsið

Verð: frítt inn

LÚR eða lengst út í rassgati er listahátíð ungs fólks á Vestfjörðum en hún er haldin á Ísafirði daganna 20-24.júní næstkomandi. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin.

Ungir sjálfboðaliðar sjá um skipulagningu hátíðinnar undir handleiðsu menningarmiðstöðvarinnar Edinborg. Yfir hátíðina verða áhugaverðar vinnusmiðjur í boði, tónlist og ýmsar sýningar listamanna frá svæðinu en einnig kemur fjöldi frábærra listamanna frá höfuðborgarsvæðinu.

Dæmi um smiðjur er vegglistasmiðja þar sem samspil listar og náttúru er höfð að leiðarljósi. Þátttakendur mála vegglistaverk á vegg í Bolungarvík en vegglist fyrri ára má finna víðsvegar um Ísafjarðarbæ. Einnig verður boðið upp á tónlistarspunasmiðju sem haldin verður tvö kvöld og verður afraksturinn síðan sýndur á föstudagskvöldinu. Á föstudagskvöldinu verður einnig uppistand frá ungum og efnilegum uppistandara.

Á hátíðinni verða haldnir bæði opnunar- og lokatónleikar en meðal listamanna sem fram koma eru Between Mountains, Gróa, Freyja Rein, Pashn o.fl. en öll eru þau ungt og frambærilegt tónlistarfólk. Yfir helgina munu listamenn einnig sýna verk sín, en meðal þeirra sem sýna munu list sína eru Elma Guðmundsdóttir en hún mun sýna myndlist sína. Heimir Snær Sveinsson mun síðan sýna myndbandsverk en hann er einnig hluti af Flying Bus stuttmyndagerðarteymi sem einnig mun sýna stuttmyndir á hátíðinni. Það stefnir því allt í flotta og fjölbreytta hátíð árið 2017 en í raun má segja að bæði skipuleggjendur og listamenn sem taka þátt séu á fullu að dæla í sig nýrri þekkingu í einstaklega listrænu umhverfi í fjóra daga bara til þess að sofa á stóra lúrdeginum sem haldinn er hátíðlegur þann 25.júní.

Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu LÚR festival eða á heimasíðu hátíðinnar lurfestival.com.

 

Fögnum listinni í allri sinni mynd og mætum á LÚR.

Smiðjur LÚR festival 20. júní til 23. Júní

 

 

 

 

Rögnvaldarsalur

Spunasmiðja.

Þátttakendur fræðast um spunatónlist, gera æfingar og fá tækifæri til að semja spunaverk. Unnið er í hópum og sem einstaklingar.

Kennari Sara Hrund Signýjardóttir músíkmeðferðarfræðingur

22. og 23. júní kl 19:00 – 22:00

 

 

 

 

Bolungarvík

Náttúra og vegglist.

Þátttakendur mála vegglistaverk í Bolungarvík sem verður byggt á sköpunarkraftinum í  náttúru og umhverfi Bolungarvíkur 

Kennari Silja Yraola nemi í Landslagsarkitektúr

20. til 23. júní kl 10:00 til 16:00

 

 

Dagskrá LÚR festival 2017

Fimmtudagur 22. júní

kl. 17:30  Setning LÚR festival   Blásið í lúr, Between mountains, Davíð Rist og fleiri óvænt atriði     SILFURTORG

20:00 Edinborgarhúsið Opnun myndlistasýningar Elma Guðmundsdóttir BRYGGJUSALUR

Föstudagur 23. júní

17:00 Bolungarvík Afhjúpun vegglistaverks smiðjunnar Náttúra og vegglist

 

19:00 Edinborgarhúsið Heimir Snær Sveinsson sýnir videoverkið HEX/VHS/RAW       GANGUR 2. HÆÐ

 

21:00 Edinborgarhúsið.  Opin tónlistar spunasmiðja, þátttakendur í spunasmiðju leyfa okkur að fylgjast með spuna og spila lög sem hafa verið samin í smiðjunn    RÖGNVALDARSALUR

22:30 Edinborgarhúsið Skrítlur um sjálfsmorðshugleiðingar Uppistand Stefán Ingvar Vigfússon   EDINBORGARSALUR

Laugardagur 24. júní

13:00 Edinborgarhúsið Bingó veglegir vinningar RÖGNVALDARSALUR

15:00 Edinborgarhúsið Flying bus Stuttmyndir EDINBORGARSALUR

17:00 Edinborgarhúsið LÚR tónleikar Freyja Rein, Davíð Rist, Rugl, Gróa, JóiPé X Króli, Pashn og fl.    EDINBORGARSALUR

 

Sunnudagur 25. júní

LÚR dagurinn þátttakendur lúra að vild í rúmi að eigin vali

 

 

 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames