Samband English

Tjáning og Tíðarhvörf 14 til 30 júlí

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 30. júlí 2017

Tími: 14. til 30. júlí

Staður: Bryggjusalur

„Tjáning og Tíðarhvörf“ er yfirskrift sýningar Jonnu og Brynhildar Kristinsdóttur

 

Sýningin sem verður í Bryggjusal verður opnuð á föstudaginn 14. júlí klukkan 18:00 léttar veitingar í boði og allir velkomnir

Verk Jonnu á sýningunni eru unnin úr OB töppum og akrýlmálningu. Um síðustu aldamót hóf Jonna að nota OB tappa í myndsköpun. Eftir nokkurra ára hlé ákvað hún að taka þennan listmiðil upp aftur og úr varð sýningin Tíðarhvörf og hefur Jonna einfaldlega þetta að segja um sýninguna: ,, Hormónarnir taka völdin, bless blóð, halló þroski og gleði"!

Jonna útskrifaðist úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995 og sem fatahönnuður frá Københavns Mode- og Designskole 2011. Myndlist hennar spannar vítt svið, allt frá málverki til innsetninga. Hún hefur verið mjög virk í listalífinu á Akureyri síðustu árin; haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og staðið fyrir uppákomum.

Verk Brynhildar fjalla um tjáningu mannsins, hvernig hugmyndir hlutgerast. Verkin eru olíumálverk og skúlptúrar sem eru mótaðir í pappamassa og álpappír.

Brynhildur Kristinsdóttir (f.1965) nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir útskrift úr myndmótunardeild 1989 fór Brynhildur til Ítalíu þar sem hún vann með myndhöggvurum en síðan lá leið hennar í Iðnskólann í Reykjavik þar sem hún lærði húsgagnasmíði en árið 2011 lauk hún kennaranámi frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess að starfa við eigin myndsköpun hefur hún kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hún starfar nú á Akureyri sem athafnasamur kennari og myndlistarmaður

 
 
 

 %>  %>  %>© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames