Samband English

Sólveig og Sergio leika barokktónlist

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 8. júlí 2017

Tími: kl 20:00

Verð: kr 2.500

Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og Sergio Coto Blanco lútuleikari leika tónlist frá endurreisnar- og snemmbarokktímanum sem býður upp á endalausa túlkunarmöguleika. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Girolamo Frescobaldi, Claudio Monteverdi, Bellerofonte Castaldi, Giovanni Girolamo Kapsberger og Joan Ambrosio Dalza. Leikið er á endurgerðir af gömlum hljóðfærum.

 

Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir fæddist í Reykja­vík árið 1989. Hún byrj­aði að syngja á unga aldri og hefur haft yndi af söng síðan. Hún lærði hér hörpu­leik hjá Marion Herrera og Sophie Schoon­jans uns hún hélt utan til náms haust­ið 2009 til Cardiff í Wales. Þar lauk hún bakkalár­námi í klass­ísk­um hörpu­leik við Royal Welsh Col­lege of Music & Drama með Caryl Thomas sem að­al­kenn­ara. Hún naut einn­ig leið­sagn­ar Meinir Heulyn og Valerie Aldrich-Smith. Fyrstu kynni hennar af þrí­raða­hörpu voru í gegn­um velska hörpu­leik­ar­ann Robin Huw Bowen sem hún sótti nokkra tíma til. Þetta vakti áhuga henn­ar á eldri gerð­um hörp­unn­ar og til þess að fræða sig frek­ar í þeim efnum hóf Sólveig meist­ara­nám í sögu­lega upp­lýst­um flutn­ingi á slík­ar hörp­ur við Hoch­schule für Künste í Brem­en í Þýska­landi. Þar var aðal­kenn­ari hennar Margit Schultheiß. Sól­veig lauk námi þar í júlí 2016 og starf­ar nú í Brem­en og ná­grenni, þar sem hún leikur tölu­sett­an bassa með mis­mun­andi kammer­hóp­um.

Sergio Coto Blanco fædd­ist árið 1985 í San José í Kosta Ríka. Hann stund­aði gítar­nám við Hanns Eisl­er tón­lista­rhá­skól­ann í Berl­ín. Þegar hann var í meist­ara­námi þar byrj­aði hann að spila á teorbu og fór að læra tölu­sett­an bassa hjá Magnus Anders­son í Berlín. Haustið 2014 hóf hann meist­ara­nám í sögu­lega upp­lýst­um lútu­leik og tölu­sett­um bassa við Hoch­schule für Künste í Brem­en hjá kenn­ur­un­um Joachim Held og Simon Linné og lauk því vorið 2017. Nú starf­ar Sergio sem lútu­leik­ari í Þýska­landi og öðrum Evr­ópu­lönd­um og spil­ar und­ir í óper­um, óra­tor­íum, pass­íum og annars konar verk­um með hljóm­sveit­um eins og Vokal­aka­demie Berl­in, Das Nord­deutsche Barock­orchest­er, Bach-Chor Mün­chen, Kammer­phil­harm­onie Brem­en og á há­tíð­um eins og Händel-Fest­spiele Halle, Inter­nation­ales Bach­fest Schaff­haus­en, Heidel­berg­er Frühl­ing og Bach­woche Stutt­gart.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames