Samband English

Anna & Sölvi melodískur djass

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 17. ágúst 2017

Tími: 20:00

Staður: Bryggjusalur

Verð: 2500

 
Frændsystkinin og dúóið Anna & Sölvi leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðastu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016. Prógrammið samanstendur af eigin tónsmíðum sem þau hafa unnið að bæði saman og í sitthvoru lagi. Anna og Sölvi voru valin fyrir hönd Íslands til að taka þátt í Young Nordic jazz Comets sem fór fram í Umeå, Svíþjóð þetta árið og fengu frábærar móttökur á meðal áhorfenda og fjölmiðla. Í sænska dagblaðinu ,,Folkbladet” var tónleikum þeirra lýst svona: ,,Fallegri tónlist er erfitt að finna. Tónlistin er undir þjóðlagaáhrifum, eins og má heyra á saxófónleik Sölva Kolbeinssonar. Hann er sem Paul Desmond við rætur Heklu. Anna Gréta Sigurðardóttir spilar á píanó svo tilfinningaþrungið og leitandi að helst minnir á Esbjörn Svensson. Hrein píanólýrík.” (Folkbladet, Umeå, 27/10 2016)
Tónleikaferðalagið er styrkt af Rannís.

 

Linkur:

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames