Samband English

HORN ERU BEYGJUR / CORNERS ARE CURVES

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 25. febrúar 2017

Tími: 20:00

Staður: Bryggjusalur

Verð: frítt inn

HORN ERU BEYGJUR / CORNERS ARE CURVES (that is why we walk into them)

Eduardo Abrantes

 

Hljóðainnsetning - ganga - spunakór

Hljóðlistamaðurinn Eduardo Abrantes hefur dvalið á listavinnustofu ArtsIceland á Ísafirði undanfarinn mánuð og á laugardagskvöld býður hann til kynningar í Edinborgarsal á því sem hann hefur unnið að.

Horn eru beygjur / Corners are curves er fjölóma innsetning/hljóðverk sem fléttar saman hljóðum sem listamaðurinn hefur safnað saman meðan á Ísafjarðardvölinni hefur staðið.

Verkið er samsett af stýrðum vettvangsupptökum sem framkvæmdar voru víðsvegar um Ísafjörð, í einkarýmum sem opinberum rýmum. Þær fela í sér hljóð landslags fjarðarins, sem á sama tíma, er bæði opinbert og afar persónulegt. 

Titillinn vísar í landfræði fjarðarins, hvernig horn hans verða að beygjum og leikur hans að því sem er virðist bæði ögrandi og aðlaðandi leiðangur - sem reynir á líkamann og frelsar sálina. Hann hefur einnig tilvísun í innra landslag manneskjunnar sem hún deilir með öðrum, þar sem glímur nútíðar og fortíðar birtast í sterkari sannfæringu um hvernig lífið og undur þess afneita beinum línum. 

Eduardo Abrantes er fæddur árið 1979 í Lisbon í Portúgal. Hann er listrænn fræðimaður, hljóðlistamaður og kvikmyndagerðarmaður. Hann býr nú í Kaupmannahöfn þar sem undanfarið hann hefur lagt áherslu á að kanna hvernig reynslu hversdagsins getur verið mætt af aukinni athygli í gegnum aðferðir gjörningslistar. 

Um dvöl sína og störf á Ísafirði segir Eduardo: Mánaðarlöng dvöl mín á listavinnustofunni á Ísafirði birtist í röð óvæntra samfunda fullum andagiftar. Milli alltumvefjandi landslagsins - kraftmikils og flæðandi - og fólksins sem það fóstrar, hef ég fengið færi á að vefa inn hljómfall eigin lífs, verið boðinn velkominn, mætt gamansömum áskorunum, og öðru fremur fengið að taka þátt af einskærum áhuga.

Frekari upplýsingar um Eduardo Abrantes og verk hans er að finna á:www.pairsofthree.org

Quadraphonic (4 channel surround) sound installation + walk + improvised choral encounter.

Edinborgarhúsið | Saturday, February 25th | 20:00 | Gratis

 

 

My month-long residency at ArtsIceland in Ísafjörður has manifested as a series of inspiring encounters. Between the surrounding landscape – both monumental and fluid – and its people, I have been allowed to weave my own life rhythms, being guided, welcomed, playfully challenged, and above all, engaged with full curiosity.

 

HORN ERU BEYGJUR / CORNERS ARE CURVES is a surround installation/sound composition that knits together some of these sonic encounters. It is composed of manipulated field recordings taken in different environments in Ísafjörður, both private and public spaces, including that strangely simultaneously public and intensely private space, the acoustic of the fjord landscape itself.

The title refers to the geography of the fjords, its corners turning into curves, its play of seemingly both challenging and inviting navigation – hard on the body and freeing in the soul. It refers also to my own shared internal landscape as a human, how past and present struggles strengthen conviction, how life and wonder shun straight lines.

 

 

Eduardo Abrantes (b. 1979 in Lisbon, Portugal) is an artistic researcher, sound artist and filmmaker. Currently based in Copenhagen, Denmark, his recent practice has focused on the exploration of the dynamic crossing between sound and embodiment, mostly in the context of how everyday experience can be met with heightened awareness through performative practice and strategies. For further info: www.pairsofthree.org

 

Edinborgarhúsið og Menningamiðstöðin Edinborg eru styrkt af Sóknaráætlun Vestfjarða


 %>© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames