Samband English

Teiknistund og spjall um jólasveinana

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 3. desember 2016

Tími: 14:00 til 16:00

Staður: Rögnvaldarsalur

Verð: frítt inn

eiknistund og spjall um jólasveinana.

N.k. laugardag bjóða gestavinnustofur ArtsIceland og Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar til fjölskyldusamveru í Rögnvaldarsal. Barnabókahöfundurinn og teiknarinn K-Fai Steele (borið fram Kei Fæ á íslensku)er stödd á Ísafirði í gestavinnustofu ArtsIceland og vinnur þar að bók um íslensku jólasveinana í samtímanum. Hún býður börnum og forráðamönnum þeirra til samverustundar þar sem sagðar verða sögur af jólasveinunum með orðum og teikningum. 

K-Fai hefur sýnt teikningar sínar víða og má þar nefna MIT Media Lab, Tate Modern og MoMA, jafnframt því sem hún hefur teiknað fyrir Reykjavik Grapevine. Hægt er að skoða verk hennar og setja sig í samband við hana í gegnum heimasíðu hennar www.k-faisteele.com.

Teiknistundin hefst kl. 14 á laugardaginn í Rögnvaldarsal á 2. hæð í Edinborgarhúsinu og tilvalið að kíkja við áður en haldið er á Silfurtorg til að sjá ljósin kveikt á jólatrénu kl. 16. Boðið verður upp á heitt kakó og mandarínur. Pappír og litir eru á staðnum. Við hlökkum til að sjá sem flesta!

 

Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames