Samband English

Mugison útgáfutónleikar Enjoy

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 25. nóvember 2016

Tími: 21:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 4500 diskur innifalinn í miðaverði

Það er löngu kominn tími á Mugison tónleika á landinu. Nú hefur kappinn klárað nýja plötu, þá fyrstu síðan metsöluplatan Haglél kom út árið 2011. Mugison hefur spilað mjög lítið hér heima síðan þá og þess vegna mjög spennandi að sjá og heyra nýju og gömlu lögin.

Tónleikarnir verða í Edinborgarsal og hefjast klukkan 21:00, 

Þessir tónleikar verða hinir eiginlegu útgáfutónleikar og ætlar hann að láta eintak af nýja disknum Enjoy fylgja með hverjum miða.

Miðasala á Tix.is https://tix.is/is/event/3347/mugison/

Hann hefur lofað geggjuðum tónleikum þar sem öllu verður til tjaldað, fallegu lögin verða enn fallegri og grófu lögin negld niður einsog það sé stormur í aðsigi. Geggjuð tónlist flutt af ástríðu og einlægni sem Mugison er þekktur fyrir.

Ekki missa af þessum frábæru tónleikum og tryggið ykkur miða tímanlega. Síðast þegar Mugison spilaði í Edinborgarhúsinu var troðið út úr dyrum og uppselt


 %>  %>  %>  %>  %>  %>  %>  %>© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames