Samband English

Fjölskylduspilakvöld á Ísafirði

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 26. október 2016

Tími: kl 20:00 til 22:00

Verð: frítt inn

Fjölskylduspilakvöld á Ísafirði

Af því skemmtilega tilefni að Spilavinir eru að koma til Ísafjarðar, þá býður Edinborg menningarmiðstöð upp á fjölskylduspilakvöld miðvikudaginn 26. október á milli klukkan 20:00-22:00.

Spilavinir eru með níu ára reynslu í að halda spilakvöld fyrir alla aldurshópa, og þá sérstaklega fjölskylduspilakvöldin sem eru mest sóttu viðburðirnir þeirra. Spilavinir koma með fullar töskur af skemmtilegum spilum fyrir alla fjölskylduna, spila og kenna spilareglur. Besta leiðin til að læra nýtt spil er að fá einhvern sem kann spilið til að kenna sér á það.

Notaðu þetta einstaka tækifæri til að prófa ný spil með spilahópnum þínum. Allir velkomnir!
 
 
 
 
Nánari upplýsingar gefur
Svanhildur
Spilavinir 
Suðurlandsbraut 48
108 Reykjavík
s:553-3450
gsm: 6991612
 

Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames