Samband English

Rauði bærinn Ísafjörður

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 24. september 2016

Tími: kl 14:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: frítt inn

Rauði bærinn Ísafjörður

Jafnaðarstefnan á Íslandi í 100 ár

 

Í tilefni þess að nú eru 100 ár frá stofnun Alþýðuflokksins – flokks jafnaðarmanna á Íslandi, efnir Bókmenntafélag jafnaðarmanna til hátíðarfundar á Ísafirði laugardaginn 24. september klukkan 14 í Edinborgarsalnum. 

Ávörp og framsögur

 

Ávarp; Árni Gunnarsson, formaður  Bókmenntafélags jafnaðarmanna 
Sigurður Pétursson sagnfræðingur flytur erindi um sögu og áhrif jafnaðarmanna á Ísafirði.

Einar Kárason, rithöfundur og afkomandi gamalla Ísafjarðarkrata, ræðir sögu og mikilvægi jafnaðarmannahreyfinga, bæði hérlendis og erlendis. 

Að lokum verða umræður þar sem Kolbrún Sverrisdóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson ræða stöðu og hlutverk jafnaðarstefnunnar ásamt framsögumönnum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður stjórnar umræðunum. 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames