Samband English

Jam session

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 15. september 2016

Tími: klukkan 17 til 19

Staður: Rögnvaldarsalur

Verð: frítt inn

Roosmarijn Tuenter býður tónlistarfólki til þátttöku í spuna fimmtudaginn 15. september kl. 17. Samspilið fer fram í húsnæði Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á 2. hæð í Edinborgarhúsinu.

Þér er hér með boðið að taka þátt. Það eru allir velkomnir, jafnt reyndir tónlistarmenn sem reynsluminni sem vilja prófa eitthvað nýtt. Því meiri breidd því skemmtilegra! Þátttakendur þurfa að taka með sér hljóðfæri og þann búnað sem þeir nota.

Roosmarijn er nemandi við tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi og dvelur um þessar mundir í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði. Hún nýtur leiðsagnar Halldórs Smárasonar á meðan á Íslandsdvölinni stendur en Halldór mun líka taka þátt í námskeiðinu á fimmtudaginn.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames